
Togbáturinn Freyja RE 38 var smíðuð árið 1987 í Noregi fyrir Gunnar I. Hafsteinsson útgerðarmann í Reykjavík.
Í 2. tbl. Ægis 1988 sagði svo frá:
Nýtt tveggja þilfara fiskiskip bættist vib fiskiskipaflotann 16. desember s.l, en þann dag kom Freyja RE 38 í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Reykjavfkur.
Skipið er nýsmíði nr. 29 hjá Moen Slip og Mekanisk Verksted A/S í Kolvereid í Noregi og er jafnframt hannað af stöðinni. Skrokkur skipsins var smíðaður hjá Kystvaagen Verít A/S.
Skipið er sérstaklega byggt til togveiða með byggingarlag skuttogara og er jafnframt búið til dragnótaveiða. Í skipinu er búnaður til að frysta afla.
Freyja RE er í eigu Gunnars I Hafsteinssonar í Reykjavík og kemur skip þetta í stað 103ja rúmlesta stálfiskiskips sem bar sama nafn og smíðað var árið 1972. Eldri Freyjan hefur nú verið seld úr landi. Skipstjóri á Freyju RE er Erling Pétursson og yfirvélstjóri Egill Gunnsteinsson.
Freyja RE 38 er 25,94 metra löng, breidd hennar 8 metrar og hún mælist 136 brl. að stærð. Aðalvél 990 hestafla MAN.
Freyja RE 38 var seld til Grænlands árið 2005.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution