
Þarna má sjá kallana á Víkurbergi SK 72 draga netin en báturinn var í eigu Víkufisks með heimahöfn í Haganesvík í Fljótum.
Í jólablaði Einherja, sem var blað Kjördæmissambands framsóknarmanna á Norðurlandi vestra, árið 1987 sagði svo frá:
Nýlega bættist nýr bátur í flota Fljótamanna, Víkurberg SK-72. Skrokkur bátsins, sem er úr trefjaplasti, var framleiddur hjá Trefjaplasti h.f. á Blönduósi sáu síðan um að fullgera bátinn, Vélaverkstæði Jóns og Erlings, Berg h/f og Rafbær s/f.
Báturinn, sem sýndur var á sjávarútvegssýningunni í Reykjavík í haust, er allur hinn glæsilegasti og vakti mikla athygli á sýningunni. Kostnaðarverð mun vera um 10 milljónir króna. Eigendur eru þeir feðgar frá Syðsta-Mói, Zophonías Frímannsson, Hilmar Zophoníasson og Sveinn Zophoníasson.
Víkurberg var síðar skutlengt og útbúið til dragnótaveiða.
Fiskkaup hf. kaupir bát og kvóta í ársbyrjun 2003 en hvað varð um bátinn kemur síðar en hann heitir Straumur BA 800 í dag.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution