Eldborg HF 13

1525. Eldborg HF 13. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Eldborg HF 13 siglir hér til hafnar á Eskifirði haustið 1984, eða 1986, og myndin var tekin úr síldveiðibátnum Geira Péturs ÞH 344.

Eldborg HF 13 var smíðuð fyrir samnefnda útgerð árið 1978 og kom til heimahafnar í Hafnarfirði 30. desember það ár.

Skipið var smíðanúmer 136 hjá Fartygsentreprenader AB í Uddevalla í Svíþjóð, sem sá um smíðina. Smíði skipsins var hins vegar með þeim hœtti að smíði á skipsskrokk og yfirbyggingu fór fram í Svíþjóð hjá Karlstadverken.

Síðan var skipið dregið til Danmerkur, þar sem smíðinni var lokið, þ.e. smíði innréttinga, niðursetning á véla- og tœkjabúnaði og annar frágangur.

Það var skipsmíðastöðin Ørskovs Staalskipsvœrft í Fredrikshavn, sem annaðist þennan verkþátt sem ber númer 105 hjá stöðinni. Heimild Ægir 2. tbl. 1979.

Eldborg HF 13 var 59 metrar að lengd, breidd skipsins er 12 metrar og aðalvélar tvær 1600 hestafla Nohab.

Árið 1988 var Eldborg HF 13 keypt til Eskifjarðar þar sem hún fékk nafnið Hólmaborg SU 11.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s