
Strandveiðibáturinn Sibba BA 65, sem á þessu myndum sést koma til hafnar á Patreksfirði á dögunum, hét upphaflega Blær NK 3.
Blær var smíðaður hjá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 2004 og er af gerðinni Sómi 695.
Báturinn var seldur vestur í Stykkishólm í lok árs 2005 þar sem hann fékk nafnið Hanna SH 28. Seint á árinu 2010 var báturinn seldur til Ólafsvíkur þar sem hann fékk nafnið Aðalheiður SH 319.
Það var svo í vor sem báturinn fékk núverandi nafn en hafði verið skráður sem Aðalheiður BA 65 um nokkurra mánaða skeið.
Það er Helgi Rúnar Auðunsson sem á og gerir Sibbu út en heimahöfn hennar er Patreksfjörður.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.