
Dráttarbátur Faxaflóahafna, Haki, lék stórt hlutverk þegar komu nýs Dettifoss var fagnað í vikunni.
Hann sigldi heiðurssiglingu á undan hinu nýja skipi og myndaði stóran og fallegan vatnsboga með slökkvibyssum sínum.
Haki var smíðaður 2006 hjá Damen Shipyard Group í Hollandi og er 22,6 metrar að lengd og 8,4 metra breiður.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution