Siggi Bjarna GK 104

2106. Siggi Bjarna GK 104 ex Sæstjarnan ÍS 188. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Siggi Bjarna GK 104 hét upphaflega Sæstjarnan SH 35 og var smíðaður árið 1990 hjá Fossplasti h/f. Smíðastaður Hveragerði.

Sæstjarnan SH 35 varð ÍS 188 á árunum 1994-1997 og gerð út frá Suðureyri við Súgandafjörð.

Árið 1998 fékk báturinn nafnið Siggi Bjarna GK 104 og heimahöfnin Sandgerði. Hann gekk í gegnum töluverðar breytingar sem sennilega voru framkvæmdar hjá Trefjum miðað við stýrishúsið og útlit bátsins eftir þær.

Bryggjumyndin hér að neðan var tekin í Hafnarfirði og sennilega þegar verið var að ljúka breytingunum.

Árið 2000 fékk báturinn nafnið Gísli Einars GK 104 og heimahöfnin Grindavík. Fimm árum síðar er hann aftur kominn til Sandgerðis og þá fékk hann nafnið Óli Gísla GK 114. Árið 2006 fékk hann nafnið Bergvík KE 55 og 2007 Bergvík GK 97.

Það var svo árið 2009 sem báturinn fékk það nafn sem hann ber í dag, Addi Afi GK 97, heimahöfnin Sandgerði.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s