Svala ÞH 55

7230. Svala ÞH 55 ex Svala EA 5. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Handfærabáturinn Svala ÞH 55 kom til Húsavíkur í gærkveldi og þá var þessi mynd tekin.

Svala ÞH 55 var smíðuð hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 1990 og hét upphaflega Kría HF 96. Fjórum árum síðar var báturinn kominn til Bakkafjarðar þar sem hann fékk nafnið Hjálmar NS 55. Til Húsavíkur kom báturinn árið 2009 og hélt Hjálmarsnafninu en varð ÞH 5.

Ekki stoppaði hann lengi á Húsavík og 2009 fékk hann nafnið Blær HU 77 með heimahöfn á Skagaströnd. Þangað fór hann í skiptum fyrir stærri bát en það var Ásgeir Hólm Agnarsson sem gerði bátinn út frá Húsavík.

Frá árinu 2011 hefur hann heitið Bibba HU 170, Arnór Sigurðsson ÍS 200, Svanni ÍS 170, Svala ÓF 17, Svala EA 5 og nú í vor varð hannn ÞH 55 með heimahöfn á Raufarhöfn. Eigandi Möðruvellir ehf. en að því fyrirtæki stendur Steingrímur Friðriksson á Akueyri.

Læt eina mynd fylgja með frá því báturinn hét Hjálmar ÞH 5 en hún var tekin á Kópaskeri í apríl 2009.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s