Nýr Páll Jónsson GK 7 lagður af stað heim

2957. Páll Jónsson GK 7. Ljósmynd Grímur Gíslason 2019.

Páll Jónsson GK 7, línuskip Vísis hf., lét úr höfn í Gdansk um hádegisbil í gær áleiðis til heimahafnar í Grindavík.

Á heimasíðu Vísis segir að áætlaður siglingartími velti á veðurskilyrðum en búist er við að það taki skipið um 5-7 daga. Væntanlegur komutími til Grindavíkur er þá á milli næstkomandi sunnudags og þriðjudags en upplýst verður um nánari dagsetningu þegar nær dregur. „Þetta er stór stund í sögu fyrirtækisins og mikil eftirvænting ríkir eftir komu skipsins“ segir í fréttinni..

Páll Jónsson GK 7 er sérhannaður til línuveiða, 45 metra langur og 10,5 metrar að breidd. Skipið er þriggja þilfara búið Caterpillar aðalvél.

Grímur Gíslason tók meðfylgjandi myndir og leyfði síðunni að birta þær.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution