Ársæll Sigurðsson HF 80

1873. Ársæll Sigurðsson HF 80 ex Már GK 265. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Ársæll Siguðrsson HF 80 sem hér kemur að landi í Sandgerði vorið 2008 var smíðaður í Bátalóni árið 1987.

Upphaflega hét hann Bjarni KE 23 og var 11,70 brl. að stærð búinn 235 hestafla Volvo Penta. Smíðaður fyrir Hauk St. Bjarnason, Keflavík.

Síðar hét hann Bjarni BA 64, Askur GK 65 og Már GK 265 áður en hann fékk það nafn sem hann ber á myndinni.

Það var árið 2006 sem hann var keyptur til Hafnarfjarðar af Sæla ehf. og nefndur Ársæll Sigurðsson HF 80.

Báturinn hafði verið lengdur árið 1995 í 13,97 metra og er í dag 21,59 BT að stærð. Í honum er 300 hestafla Volvo Penta frá árinu 1998. Þá var sett á hann pera.

Haustið 2012 fær báturinn nafnið Kæja ÍS 19 með heimahöfn í Súðavík. Það var svo fyrrihluta árs 2014 sem báturinn fær núverandi nafn, Hreggi AK 85. Í eigu samnefnds fyrirtækis á Akranesi.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Blængur NK 117

2197. Blængur NK 117. Ljósmynd Þorgeir Baldursson.

Haustið 1993 kom til Neskaupstaðar nýr frystitogari sem Síldarvinnslan hf. festi kaup á frá Spáni. Blængur NK 117 hét hann og tók Þorgeir Baldursson þessa mynd af honum á Eyjafirði.

Í 11. tbl. Ægis það ár sagði m.a:

28. september sl. kom skuttogarinn Blængur NK 117 í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar. Neskaupstað. Skuttogari þessi er smíðaður hjá skipasmíðastöðinni Construcciones Navales Santodomingo S.A. í Vigo á Spáni, smíðanúmer 639 hjá stöðinni. Skipið er hannað af Nordvestconsult A/S í Álesund í samvinnu við Cramaco A/S í Tromsö.

Skipið er búið til rækjuvinnslu og heilfrystingar á karfa og grálúðu. Eftir að skipið kom til landsins var settur í það vinnslubúnaður og annaðist það verk Slippstöðin Oddi hf. á Akureyri og lauk þeirri vinnu í byrjun nóvember. Á móti hinu nýja skipi úreldir útgerðin Hilmi NK 171 (1551), 642 rúmlesta nótaveibiskip, smíðað árið 1980 á Akureyri. Hinn nýi Blængur er smíðaður eftir sömu teikningu og Otto Wathne NS sem keyptur var til landsins á sl. ári, en er smíðaður í mun hærri ísklassa, eða Ice 1B.

Blængur NK er í eigu Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað. Skipstjóri á skipinu er Helgi Geir Valdimarsson og yfirvélstjóri Jón Már Jónsson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Jóhann K. Sigurðsson.

Blængur, sem hét Hekktind á smíðatímanum, var 51,45 metrar að lengd, 11,90 metra breiður og mældist 736 brl./1199 BT að stærð.

Blængur NK 117 var seldur til Skagastrandar í árslok 1998. Það var Skagstrendingur hf. sem keypti togarann og nefndi Örvar HU 2.

Snemma árs 2014 var Örvar, sem þá var SK 2 og í eigu FISK Seafood, seldur úr landi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Geiri Péturs og Súlan

1825. Geiri Péturs ÞH 344 ex Rosvik – 1060. Súlan EA 300. Ljósmynd Pétur Helgi Pétursson.

Þessa skemmtilegu mynd tók Pétur Helgi Pétursson sumarið 1992 og á henni má sjá Geira Péturs ÞH 344 koma til hafnar á Húsavík.

Súlan EA 300 liggur utan á Þvergarðinum og hefur sennilega verið að landa rækju líkt og Sigþór ÞH 100 sem liggur innan á garðinum.

Geiri Péturs þessi var seldur til Noregs 1996 en er nú farinn í pottinn líkt og Súlan sem siglt var utan til niðurrifs árið 2010, Nánar tiltekið til Belgíu. Sigþór hét síðar Þorvarður Lárusson SH 79, Straumur RE 79 og Valur GK 6.

Valur GK 6 skemmdist í bruna árið 2005 og skemmdist hann það mikið að ekki var gert við hann. Hann var dreginn í brotajárn erlendis.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr.