Strandferðaskipið Búrfell

IMO 7383114. Búrfell ex Hekla. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Strandferðaskipið Búrfell, sem kemur hér til hafnar í Þorlákshöfn, hét áður Hekla og var í þjónustu Ríkisskipa.

Skipið var í eigu Ríkissjóðs Íslands og keypt hingað til lands árið 1984, þá tíu ára gamalt. Skipið hafði þá verið hér í leigu frá árinu 1981 og siglt á ströndina undir nafninu Vela.

Það var smíðað í Noregi, 1,926 GT að stærð og hét upphaflega Polstraum.

Í janúar 1992 fékk skipið nafnið Búrfell en þá hafði Samskip tekið við rekstri Heklu og Esju sem fengu nöfnin Búrfell og Kistufell.

Ekki hefur þetta staðið lengi því í frétt Morgunblaðsins 3. mars 1993 segir að Eimskip hafi tekið skipið, sem þá hét Katla og hafði legið verkefnalaust um tíma, á leigu af ríkinu. Leigutíminn sagður fjórar vikur og skipið notað á ströndina. Katla var seld úr landi sama ár.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Steini Sigvalda GK 526

1424. Steini Sigvalda GK 526 ex Stinningskaldi HF 27. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2016.

Steini Sigvalda GK 526, sem kemur hér að landi í Grindavík vorið 2016, var í eigu Marons ehf. í Njarðvík.

Upphaflega Þórsnes II SH 109 sem var hér til umfjöllunar á dögunum.

Maron ehf. gerði Steina Sigvalda GK 526 út um tveggja ára skeið en í júnímánuði 2017 kom upp eldur í bátnum þar sem hann var við bryggju í Þorlákshöfn.

Eldurinn kom upp framskips og voru skemmdir það miklar að ekki var ráðist í viðgerðir á bátnum. Var honum siglt utan til niðurrifs.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Gleðilegt nýtt ár

Flugeldasýning við áramótabrennu Húsvíkinga. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Skipamyndir.com óskar öllum þeim sem sækja síðuna heim gleðilegs nýs árs með þökk fyrir innlitið á því gamla sem nú er liðið í aldanna skaut.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution