Elín Þorbjarnardóttir ÍS 700

1482. Elín Þorbjarnardóttir ÍS 700. Ljósmynd Sigtryggur Georgsson.

Hér gefur að líta skuttogarann Elínu Þorbjarnardóttur ÍS 700 frá Suðureyri á toginu.

Elín Þorbjarnardóttir ÍS 700 var smíðuð í Stálvík hf.við Arnarvog og sjósett 8. mars árið 1977. Hún var smíðuð fyrir Hlaðsvík hf. á Suðureyri en framkvæmdastjóri þess félags var Einar Ólafsson og skipstjórinn á togaranum í upphafi var hinn kunni aflamaður Arinbjörn Sigurðsson.

Elín Þorbjarnardóttir íS 700, sem var þriðji skuttogarinn sem Stálvík hf. smíðaði, var 51,20 metrar að lengd og 9 metrar á breidd. Hún var 375 rúmlestir að stærð búin 2400 hestafla MAK aðalvél.

Árið 1991 eignuðust Hraðfrystihúsið Norðurtangi hf. á Ísafirði og Frosti hf. í Súðavík togarann þegar fyrirtækin keyptu eignir Freyjunnar á Suðureyri. Ári síðar keypti Grandi hf. togarann til úreldingar. (Vestfirska fréttablaðið)

Sumarið 1993 hélt Elín Þorbjarnardóttir ÍS 700 til Chile þangað sem hún var seld og fékk nafnið Friosur VII.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s