Páll Jónsson GK 7

2957. Páll Jónsson GK 7. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2019.

Elvar Jósefsson tók þessar myndir af línuskipinu Páli Jónssyni GK þegar það kom til heimahafnar í vikunni

Búið var að birta á síðunni myndir frá Jóni Steinari en þær voru flestar af baksborðshliðinni en hér koma myndir af stjórnborðshliðinni.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Wilson Narvik á Húsavík

IMO 9430961. Wilson Narvik við Bökugarðinn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flutningaskipið Wilson Narvik lagðist að Bökugarðinum á Húsavík snemma að morgni Bóndadags en skipið er með hráefnisfarm til PCC á Bakka.

Skipið var smíðað árið 2011 og er 6,118 GT að stærð. Lengd þess er 123 metrar og breiddin 16 metrar. Heimahöfn þess er Walletta en það siglir undir fána Möltu.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution