Birtingur NK 119

1495. Birtingur NK 119 ex Delos. Ljósmynd Sigtryggur Georgsson.

Birtingur NK 119 er hér á toginu á mynd Sigtryggs Georgssonar en togarinn var keyptur til landsins frá Frakklandi árið 1977.

Í 21-22 tbl. Ægis 1977 sagði m.a um Birting NK 119:

19. september sl. kom skuttogarinn Birtingur NK 119 í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Neskaupstaðar. Skuttogari þessi, sem áður hét Delos, er keyptur frá Frakklandi, en er byggður í Gdynia í Póllandi árið 1976 hjá skipasmíðastöðinni Stocznia im. Komuny Paryskiej, svon. B-416-gerð. Þess má geta að umrædd stöð hefur byggt 10 skuttogara fyrir Íslendinga. Birtingur NK er systurskip Hegraness SK sem nýlega var keypt til Sauðárkróks (sjá 20. tbl. Ægis 1977).

Ýmsar breytingar voru gerðar á skipinu í Englandi áður en það kom til landsins, m. a. á fyrirkomulagi íbúða, fyrirkomulagi og búnaði á vinnuþilfari og í lest, bætt við tækjum í brú o.fl.

Birtingur NK er í eigu Síldarvinnslunnar h.f. í Neskaupstað og er þetta þriðji skuttogari fyrirtækisins,- en það á fyrir Barða NK 120 og Bjart NK 121. Skipstjóri á Birtingi NK er Birgir Sigurðsson og 1. vélstjóri Þór Hauksson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Jóhann K. Sigurðsson.

Birtingur NK 119 var 45,50 metrar að lengd og 10,50 metra breiður. Mældist 453 brl. að stærð. Aðalvél hans var 1500 hestafla Crepelle.

Birtingur var í eigu Síldarvinnslunnar fram á árið 1992 en þá stofnaði fyrirtækið ásamt Seyðfirðingum útgerðarfélagið Birting hf. sem annaðist útgerð hans um nokkurra mánaða skeið. Birtingur var síðan seldur til Suður-Afríku seint á árinu 1992. (svn.is)

Hér má lesa um örlög Birtings NK 119

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s