708. Jóhanna Magnúsdóttir RE 70 ex Gustur SH 143. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Jóhanna Magnúsdóttir RE 70 kemur hér til hafnar í Reykjavík um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Upphaflega hét báturinn Pétur Sigurðsson RE 331 og var smíðaður í Landssmiðjunni í Reyjavík árið 1956. Hann var smíðaður fyrir Sigurð Pétursson í Djúpuvík á Ströndum. Báturinn, … Halda áfram að lesa Jóhanna Magnúsdóttir RE 70
Day: 27. desember, 2019
Þórsnes II SH 109
1424. Þórsnes II SH 109. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Þórsnes II SH 109, sem hér að ofan sést draga netin á Breiðafirði, var smíðað fyrir samnefnt fyrirtæki í Stykkishólmi árið 1975. Þórsnes II SH 109 var eitt þeirra raðsmíðaskipa sem Slippstöðin á Akureyri smíðaði og voru afhent eigendum sínum á árunum 1971 til 1975. Stærð þessara … Halda áfram að lesa Þórsnes II SH 109
Gulltoppur ÁR 321
874. Gulltoppur ÁR 321 ex Gulltoppur GK 321. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Gulltoppur ÁR 321 kemur hér að landi í Þorlákshöfn á vetrarvertíðinni árið 1982 en upphaflega hét hann Ver NK 19. Nói Kristjánsson bátasmiður á Akureyri smíðaði bátinn árið 1962 fyrir Guðmund Bjarnason og Freystein Þórarinsson í Neskaupstað. Hann var 10 brl. að stærð búinn … Halda áfram að lesa Gulltoppur ÁR 321
Berglín GK 300 á toginu
1905. Berglín GK 300 ex Jöfur ÍS 172. Ljósmynd Þór Jónsson 2018. Þór Jónsson skipverji á Ljósafelli SU 70 tók þessar myndir sem nú birtast og sýna skuttogarann Berglín GK 300 að veiðum. Berglín GK 300, sem er í eigu Nesfisks hf. í Garði, var smíðuð í skipasmíðastöðinni Stálvík í Garðabæ og hét upphaflega Jöfur … Halda áfram að lesa Berglín GK 300 á toginu



