Hrói, Maggi, Gosi, Orri og kirkjan

Trillur í Húsavíkurhöfn um 1990. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þessi mynd var tekin við Húsavíkurhöfn um 1990 og sýnir kirkjuna okkar með smáabáta í forgrunni.

Innstur er Hrói ÞH 29, í eigu Guðmundar Baldurssonar, þá Maggi ÞH 68, í eigu Þorgeirs Þorvaldssonar, því næst Gosi ÞH 9, í eigu Birgirs Lúðvíkssonar og ystur er Orri ÞH 16 sem var í eigu Halldórs Þorvaldssonar. Síðar eignaðist Sigurjón Kristjánsson Orra og nefndi Val ÞH 16.

Baldur Pálsson bátasmiður á Húsavík smíðaði Hróa árið 1970 fyrir Guðmund son sinn, Jóhann Sigvaldason á Húsavík smíðaði Magga, sem hét upphaflega Farsæll ÞH 68, fyrir Bessa Guðlaugsson árið 1961. Baldur Halldórsson á Hlíðarenda við Akureyri smíðaði Gosa árið 1963 en upphaflega hét báturinn Rúna EA 41. Heimild aba.is

Orri ÞH 16 var smíðaður 1978 hjá Mótun í Hafnarfirði og samkvæmt skipakrá heitir hann Óli Tóftum KE 1 í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s