Friðgeir Björgvinsson RE 400

1851. Friðgeir Björgvinsson RE 400. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Friðgeir Björgvinsson RE 400 var smíðaður hjá Stálvík í Garðabæ og hafði smíðanúmer 35 hjá stöðinni.

Báturinn, sem smíðaður var fyrir Helga Friðgeirsson í Reykjavík, var afhnetur frá skipasmíðastöðinni 18. desember 1987. Hann var sérstaklega útbúinn til línuveiða með Mustad línuvélasamstæðu eins og segir í 10. tbl. Ægus árið 1988.

Friðgeir Björgvinsson RE 400, sem var yfirbyggður og var þá nýlunda á svo litlum bát, var 20 brl. að stærð. Hann var 13,42 metrar að lengd og 4,01 metrar á breidd. Aðalvélin var 182 kw. Ford Mermaid.

Báturinn var lengdur í 14,95 metra árið 1997 en þá hét hann Arnar SH 157. Við það varð hann 22 brl. að stærð.

Síðar hét báturinn Arnar II SH, Bjarni Svein SH, Kristín Finnbogadóttir BA, Nunni EA, Sólrún EA og loks Sól. Fyrst EA og í dag ÍS 330 en báturinn var keyptur til Suðureyrar eftir mikinn eldsvoða sem varð um borð í bátnum við bryggju á Árskógssandi 12. nóvember 2017.

Árið 2001 var sett ný vél í bátinn, 355 hestafla/261 kw. Deutz.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s