Stjarnan og Ólafur Tryggvason á Hornafirði

202. Stjarnan RE 3 – 162. Ólafur Tryggvason SF 60. Ljósmynd Ágúst Guðmundsson.

Á þessari mynd Ágústs Guðmundssonar sem hann tók á Höfn í Hornafirði má sjá Stjörnuna RE 3 og utan á henni Ólafur Tryggvason SF 60. Í fjarska er Gissur hvíti SF 55 að ég held.

Ólafur Trygvason SF var smíðaður í Noregi 1960 fyrir Tryggva Sigjónsson h/f  á Hornafirði. 1976 er báturinn seldur til Hafnarfjarðar þar sem hann fær nafnið Hringur GK 18. Kaupendur Aðalsteinn og Helgi Einarssynir og Ingimundur Jónsson. Hringur var lengdur 1978.

Selt í júní 1980 Blikamönnum á Dalvík og þar fær hann Blikanafnið og EA 12. Yfirbyggður og skipt um brú 1985 að mig minnir. Síðar fékk hann nöfnin Arnar ÁR 55, Sólrún EA 351, Arnar SH 157 og Fiskaklettur HF 123 áður en hann var seldur til Noregs. 

Stjarnan RE 3 var smíðuð í Svíþjóð 202. Stjarnan 1947 fyrir Ríkissjóð Íslands. Eigandi frá 1949 var Sjöstjarnan h/f í Reykjavík. 1966 er það komið í eigu Sjöstjörnunnar h/f í Njarðvík og 1975  selt austur á Höfn og fær nafnið Svalan SF 3. Eigendur Sigtryggur Benediktz Höfn og Bjarni Jónsson Kópavogi.

1980 er skráður eigandi Svalan h/f Hofn í Hornafirði og sama ár fær það nafnið Jón Bjarnason SF 3. Báturinn strandaði og sökk nálægt Papey 12. okt. 1982. Áhöfnin, 9 manns, bjargaðist í gúmmíbjörgunarbát og þaðan um borð í Sturlaug II frá Þorlákshöfn. Heimild: Íslensk skip.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Ein athugasemd á “Stjarnan og Ólafur Tryggvason á Hornafirði

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s