
Þessa mynd af Halkion VE 205 fékk ég senda í febrúar 2014 og í texta sem fylgdi með segir að hann sé að koma til hafnar með 260 tonn af síld.
Ekki fylgdi með nafn ljósmyndara en ég hef séð hana áður á netinu. Myndin var í eigu Helga Þorleifs Erlendssonar bónda á Löndum í Stöðvarfirði.
Halkion VE 205 var smíðaður í Boizenburg í Austur-Þýskalandi árið 1964. Eigandi var Halkion h/f í Vestmannaeyjum. Báturinn var 264 brl. að stærð, búinn 660 hestafla Listeraðalvél.
Halkion VE 205 var seldur til Noregs árið 1975, tekinn af skipaskrá 15. apríl það ár.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can wiew them in higher resolution
Sæll Hafþór flott mynd af fallegu skipi.Þetta voru virkilega góð skip.
Líkar viðLíkar við