Ísfiskstogarar HB Granda veiða þorsk fyrir norðan land

2890. Akurey AK 50. Ljósmynd Óskar Franz 2019.

Ísfisktogarinn Akurey AK kom til hafnar á Sauðárkróki í morgun með rúmlega 130 tonna afla. 

Þetta er í annað sinn sem togarinn kemur inn til löndunar á Sauðárkróki en aflanum er strax ekið suður yfir heiðar til vinnslu í Reykjavík.

Frá þessu segir á vef HB Granda.

Á þessum tíma árs hafa ísfisktogarar HB Granda aðallega verið að veiðum á Vestfjarðamiðum en Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Akurey, segir að þar hafi verið lítill sem enginn þorskur í allt sumar.

,,Það virðist vanta æti fyrir fiskinn á Vestfjarðamiðum. Þar er engin loðna og því leitar fiskurinn annað,“ segir Eiríkur en að hans sögn byrjaði hann að þessu sinni út með hrauninu norðan við Kolbeinsey en þangað er um átta til níu tíma sigling frá Sauðarkróki.

,,Þorskurinn var nokkuð dreifður en eftir að við fundum hann í veiðanlegu magni voru aflabrögð mjög góð. Við fórum út síðdegis á fimmtudag þannig að við náðum fjórum dögum á veiðum. Við enduðum veiðar svo á Sporðagrunni en þaðan er bara fimm tíma sigling til Sauðárkróks.“

Að sögn Eiríks var Viðey RE að veiðum á sömu slóðum en sá ísfisktogari er nú í sínum þriðja túr þar sem aflanum er landað á Sauðárkróki. Eiríkur og hans menn stoppa ekki lengi að þessu sinni því stefnt var að því að láta úr höfn kl. 16.

,,Við eigum að veiða þorsk og á meðan svo er þá er ágætt að gera héðan út. Það tekur ekki nema þrjá og hálfan tíma að aka aflanum til Reykjavíkur og þetta er því ferskt og gott hráefni,“ segir Eiríkur Jónsson.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s