Ásgeir RE 60 í Reykjavíkurhöfn sumarið 1974

1026. Ásgeir RE 60. Ljósmynd Leifur Hákonarson 1974.

Ásgeir RE 60 liggur hér við bryggju í Reykjavík sumarið 1974 en þá klár til síldveiða í Norðursjó. Myndina tók Leifur Hákonarson.

Ásgeir RE 60 var smíðaður fyrir Ísbjörninn h/f í Deest í Hollandi árið 1966.

Í Morgunblaðinu 24. desember það ár sagði svo frá komu Ásgeirs RE 60 til heimahafnar í Reykjavík:

Nýtt glæsilegt fiskiskip bættist við fiskveiðiflota landsmanna í gær. Þá kom hingað til Reykjavíkur vélskipið Ásgeir RE 60, sem er eign Ísbjarnarins h.f. og jafnframt stærsta skip fyrirtækisins. 

Ásgeir, sem er búinn hvers konar tækjum til siglinga og veiða, er 315 tonna skip. Hann ber í lest um 300 tonn af síld. Lestin er kæld og frá sérstökum ísklefa er útbúnaður til að blása ísnum yfir fisk eða síldarfarm.

Ásgeir sem er annar báturinn með því nafni sem Ísbjörninn eignast, er í alla staði hið glæsilegasta og traustasta skip. Er hann byggður í skipasmíðastöðinni N. V. Scheepswerf Gebr. van der Werf í bænum Deest.

Þar er systurskip Ásgeirs nú í smíðum einnig fyrir Ísbjörninn og var báturinn skírður um daginn og gefið nafnið Ásberg.

Ásgeir fer á síldveiðar eystra strax eftir hátíðar. Skipstjóri skipsins er Halldór Benediktsson, er áður var með Ísbjarnarbátinn Ásbjörn. Sem kunnugt er er framkvæmdastjóri Ísbjarnarins hinn kunni útgerðarmaður Ingvar Vilhjálmsson.

Ásgeir RE 60 var seldur til Noregs árið 1977 þegar Ísbjörninn h/f fór út í togaraútgerð. Eins var um Ásberg RE 22 en frá Noregi voru bátarnir seldir til Chile.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s