
Áskell ÞH 48 er hér að draga netin á vetrarvertíðinni 1982 en myndina tók ég um borð í Skálabergi ÞH 244 þar sem ég var í áhöfn.
Áskell ÞH 48 var smíðaður fyrir Gjögur h/f á Grenivík í Danmörku 1959, ári eftir að fyrirtækið missti Von TH 5. Von strandaði við Reykjanes árið 1958, mannbjörg varð en báturinn eyðilagðist.
Áskell ÞH 48, sem var 73 brl. að stærð, var alla tíð í eigu Gjögurs h/f en örlög hans urðu þau að hann brann og varð ónýtur árið 1988.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Réri lengi frá Grindavík á vetrarvertíð .er þarna á mynd HH suður af Selvogi í blíðu . fékk nýja brú og hvalbak í Hafnarfirði um 1975 ,ef ég man rétt. og nýja Cötu. kv.AE.
Líkar viðLíkar við