Sigurbjörg ÞH 62 á grásleppuveiðum

739. Sigurbjörg ÞH 62 . Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Í dag má leggja grásleppunetin og því upplagt að koma með eina gamla mynd af grásleppubát við veiðar.

Þetta er Sigurbjörg ÞH 62 frá Húsavík á veiðum á Skjálfanda um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Myndina tók ég um borð í Kristbjörgu ÞH 44 þar sem ég var í áhöfn.

Mig minnir mig að Hafsteinn Esjar Stefánsson útgm. og skipstjóri á Hornafirði hafi átt bátinn, að minnsta kosti gert hann út, þegar myndin var tekin.

Sigurbjörg ÞH 62 var smíðuð á Akureyri árið 1959 fyrir Björgvin Pálsson, Jóhannes Jóhannesson, Hall Jóhannesson og Guðlaug Jóhannesson Flatey á Skjálfanda. Um smíði hans má lesa á aba.is

Sigurbjörg var 10 brl. að stærð með 52 hestafla Petters díselvél. 1965 var sett í hann Perkins díselvél. Báturinn var seldur Sætra hf. á Drangsnesi 1987 og fékk þá nafnið Draupnir ST 150.

1989 heitir báturinn Nói HF 150 og 1991 fær hann nafnið Bogafell HF 72 sem er hans síðasta nafn því honum var fargað 1992.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd