
Samkvæmt vef Fiskistofu hefur línubáturinn Hulda GK 17, áður HF 27, fengið nafnið Hafrafell SU 65 og er í eigu Háuaxlar ehf. á Fáskrúðsfirði.
Báturinn hét upphaflega Oddur á Nesi SI 76 og var smíðaður hjá Seiglu á Akureyri fyrir BG Nes ehf . Hann kom til heimahafnar á Siglufirði upp úr miðjum janúar 2017.
Seldur Blikabergi ehf. í júlí 2017 og nú er það Háaöxl ehf. sem er eigandi bátsins.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can wiew them in higher resolution