Nafni ÞH 32

6536. Nafni ÞH 32 ex Halldór Runólfsson NS 301. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér leggur Sigmar heitinn Kristjánsson upp í róður frá Húsavík á Nafna ÞH 32.

Ég finn ósköp lítið af uppl. um þennan bát en hann er af gerðinn Skel 86 frá Trefjum í Hafnarfirði. Gæti vel trúað, miðað við skipaskrárnúmerið, að hann hafi verið með þeim fyrstu af þessari gerð.

Sigmar og synir hans gerðu bátinn út í um 2 ár en hann var keyptur frá Bakkafirði. Hann hét þar Halldór Runólfsson NS 301 og fékk Áki Guðmundsson hann nýjan.

Nafni ÞH er skráður undir þessu nafni á Fiskistofu 12. febrúar 1993 til ágústloka 1995 en þá fær hann nafnið Sigurlaug GK 41.

Í skipasskrá Fiskistofu er útgerðarflokkur bátsins 1997 og heitir hann Framtak GK. Má þá ekki ætla að hann hafi verið úreldur sem fiskibátur.

Samvæmt uppl. sem síðunni barst var Framtak seldur til Færeyja árið 2002.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

2 athugasemdir á “Nafni ÞH 32

Færðu inn athugasemd