Erling KE 140 að fiska vel

233. Erling KE 140 ex Óli á Stað GK 4. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Erling KE 140 hefur að undanförnu róið frá Grindavík og hefur hann verið að fiska vel.

233. Erling KE 140 ex Óli á Stað GK 4. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Jón Steinar tók þessar myndir sem hér birtast og sagði hann svo frá á Fésbókarsíðunni Bátar & Bryggjubrölt:

Erling er eins og aðrir bátar hér í Grindavík að mokfiska þessa dagana. Þeir lögðu 5 trossur seint í fyrrakvöld og skutust svo út um kl. 7 í gærmorgun og drógu þær, lögðu aftur og voru í landi á hádegi með um 25 tonn.

Þeir fóru svo út aftur kl. 14 og drógu aftur og voru komnir í land um kl. 18 með um 15 tonn. 40 tonn eftir daginn er alls ekki ónýtt. Strákarnir á Erling sögðu mér að þeir væru nú komnir í helgarfrí þar sem að ekki hefðist undan í landi að vinna fiskinn frá þeim.

233. Erling KE 140 ex Óli á Stað GK 4. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Erling KE 140 var smíðaður 1964 í Florø í Noregi og hét upphaflega Akurey RE 6. Síðar Skírnir AK 16, Barðinn GK 375, GK 187 og GK 12, Júlli Dan GK 197, ÞH 364 og ÍS 19. Óli á Stað GK 4 og loks Erling KE 140.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd