145. Þorsteinn GK 16 ex Kópur GK 175. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Þorsteinn GK 16 leggur hér úr höfn á Húsavík áleiðis á rækjumiðin úti fyrir Norðurlandi Þorsteinn hét upphaflega Lómur KE 101 og var smíðaður í Molde í Noregi 1963 fyrir Brynjólf hf. í Keflavík. Báturinn var 202 brl. að stærð og búinn 660 hestafla … Halda áfram að lesa Þorsteinn GK 16
Day: 27. janúar, 2019
Falksea kom með salt
Falksea. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Norska flutningaskipið Falksea kom til Húsavíkur í morgun með saltfarm. Um leið og hafnarstarfsmenn höfðu bundið Önnu (Sem segir frá í næstu færslu á undan) við bryggju voru landfestar Falksea leystar og lét skipið úr höfn og sigldi áleiðis til Dalvíkur. Falksea er 90 metra langt og 14 metra breytt. … Halda áfram að lesa Falksea kom með salt
Anna á Skjálfanda
Anna. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Flutningaskipið Anna kom til Húsavíkiur um kaffileytið í dag og voru þessar myndir teknar þá. Hún lagðist að Bökugarðinum þar sem skipað verður upp hráefnisfarmi fyrir PCC á Bakka. Anna er 126 metrar að lengd og 14,4 metrar á breidd. Mælist 5,044 GT að stærð. Smíðuð árið 2011. Anna siglir … Halda áfram að lesa Anna á Skjálfanda
Víkingur AK 100
220. Víkingur AK 100. Ljósmynd Kristján Friðrik Sigurðsson. Víkingur AK 100 er hér á loðnumiðunum , sennilega sumarið 2004. Myndina tók Kristján Friðrik Sigurðsson sem var þá í afleysingartúr á Björgu Jónsdóttur ÞH 321. Um Víking AK 100 er það að segja að hann hét alla tíð Víkingur AK 100 og þjónaði eigendum sínum í … Halda áfram að lesa Víkingur AK 100



