
Guðbjörg ÍS 14 var smíðuð árið 1956 á Ísafirði fyrir Hrönn h/f þar í bæ og var 47 brl. að stærð.
Frá nóvembermánuði 1959 hét báturinn Guðbjörg ÍS 46 og síðar Hrönn ÍS 46.
Sumarið 1963 kaupir Karl Karlsson í Þorlákshöfn Hrönn ÍS 46 sem varð ÁR 21.
Útgerð Hrannar ÁR 21 varð ekki löng því í janúar 1964 rak bátinn á land við Þorlákshöfn og eyðilagðist.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
Flott mynd af fallegum bátum.Gaman að sjá Gullver NS-12 Þann fyrsta með því nafni.
Líkar viðLíkar við