Helgi Helgason VE 343

94. Helgi Helgason VE 343. Ljósmynd Hannes Baldvinsson Siglufirði.

Helgi Helgason VE 343 við bryggju á Siglufirði að landa síld.

Helgi Helgason VE 343 var smíðaður í Vestmannaeyjum árið 1947 en talinn ónýtur og tekinn af skrá árið 1965. Upphaflega 500 hestafla June Munktell aðalvél en henni var skipt út fyrir 600 hestafla Gutaverken vél.

Í 10. tbl. Ægis 1947 sagði svo frá hinu nýja skipi sem þá var stærsta skip sem smíðað hafði verið á Íslandi:

Nokkru fyrir síldveiðar í sumar, eða 7. júní, var hleypt af stokkunum í Vestmannaeyjum stærsta skipi, sem smíðað hefur verið hér á landi. Skip þetta heitir Helgi Helgason og var smíðað í skipasmíðastöð Helga Benediktssonar í Eyjum. Í skipasmíðastöð Helga hafa alls verið smíðuð 5 skip og var lokið við það fyrsta 1925. Árið 1939 var lokið smíði á Helga VE 333, en hann var þá stærsta skipið, sem smíðað hafði verið hér á landi, eða um 120 rúmlestir.

Brynjólfur Einarsson skipasmíðameistari gerði teikningu af Helga Helgasyni og sá um smíði hans að öllu leyti. Þrír menn auk hans unnu við smíði skipsins frá upphafi:

Jón Þórðarson, Jóhann Guðmundsson og Jón Ólafsson. Jón Þórðarson og Jóhann gerðu sinn hlutann hvor í skipinu sem sveinsstykki. Jóhann stýrið og Jón framsiglu.

Helgi Helgason er 200 brúttó rúmlestir. Hann er 33,4 m á lengd, 7,2 m á breidd og 3,4 m á dýpt. Grind og bolur er úr eik. Hvalbakur er 6,5 m langur, gerður úr stáli.

Undir hvalbak eru tvö  bóghús. Stýrishús, bogamyndað, er ofan á reisn, gert úr stáli upp að gluggum. Þar er komið fyrir vökvastýrisvél, bergmálsdýptarmæli o. fl.

Aftru úr stýrishúsi er leiðarreikningsklefi. Þar er talstöð, miðunarstöð o. fl. Í hásetaklefa eru 1O rekkjur, fataskápar o. s. frv. Undir stýrishúsi er skipstjóraklefi. Aftast í reisn er eldhús og matstofa samliggjandi því. Aftur í skipinu eru tveir tveggja manna klefar og 4 manna káeta, og er hvort tveggja vel búnar vistarverur.

Aðalaflvélin í Helga Helgasyni er June-Munktel, 500 hestafla, og er ekki stærri vél til af þeirri gerð. Tvær hjálparvélar eru í skipinu, 50 hestafla tvígengis háþrýstivél, er knýr 33 kílówatta rafal, sem drífur spil, og 16 hestafla fjórgengis dieselvél, sem knýr rafal til ljósa. Með þeirri vél er einnig rekinloftþjappa og miðflótta sjódæla. Olíutankar eru 10, alls um 27 m3. Smurningsolíugeymir tekur 1200 lítra, og geymir fyrir eldsneytisolíu tekur 550 lítra.

Eigandi Helga Helgasonar er Helgi Benediktsson útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, en skipstjóri á honum er Arnþór Jóhannsson frá Seli við Eyjafjörð, er áður var skipstjóri á mótorskipinu Dagnýju frá Siglufirði.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða myndina í stærri upplausn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s