
Dragnótabáturinn Sigurfari GK 138 kemur að landi í Grindavík á vetrarvertíðinni árið 2008.
Sigurfari var áður VE 138 en hét Glomfjord þegar Vestmannaeyingarnir festu kaup á honum frá Svíþjóð árið 1986.
Báturinn var smíðaður í Strandby Skibsværft A/S, Strandby í Danmörku árið 1984, og er smíðanúmer 79 hjá stöðinni.
Byggt var yfir bátinn að aftan ásamt fleiri breytingum sem fram fóru í Englandi árið 1988.
Nesfiskur h/f í Garði keypti Sigurfara VE 138 árið 1992 og hélt hann nafni og númeri en einkennisstafirnir urðu GK.
Sigurfari GK 138 var lengdur um 3,2 metra árið 1999 og var það gert í Nordship í Gdynia í Póllandi. Þá var einnig sett á bátinn pera ásamt fleiri breytingum.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.