Eiður EA 13

1463. Eiður EA 13 ex Manni á Stað SU 44. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2002.

Eiður EA 13 kemur hér að bryggju á Húsavík í septembermánuði árið 2002 en Hermann Daðason og hans menn réru oft héðan á haustin.

Eiður EA 13 hét upphaflega Háborg NK 77 frá Neskaupstað og var í eigu þeirra Gunnars Vilmundarsonar og Þórarins Guðbjartssonar þar í bæ.

Háborg NK 77 var smíðuð hjá Trésmiðju Austurlands h/f á Fáskrúðsfirði og afhent árið 1976. Báturinn, sem er 17 brl. að stærð, var í Neskaupstað til haustsins 1980 en eftir það fór hann á talsvert flakk sem lesa má um hér.

Eða lesa miðann sem Haukur Sigtryggur sendi mér:

Háborg NK 77. Útg: Gunnar Vilmundarsson o.fl. Neskaupstað. (1976 – 1977). Háborg NK 77. Útg: Gylfi Gunnarsson. Neskaupstað. (1977 – 1980). Sæunn ÍS 25. Útg: Fiskveiðasjóður Íslands. Reykjavík. (1980). Sæunn ÍS 25. Útg: Sæunn h.f. Reynir Torfason. Ísafirði. (1980 – 1984). Sæunn BA 46. Útg: Rækjuver h.f. Eyjólfur Þorkelsson. Bíldudal. (1984 – 1985). Sæunn BA 13. Útg: Rækjuver h.f. Eyjólfur Þorkelsson. Bíldudal.(1985 – 1987). Gnýfari SH 8. Útg: Gnýfari h.f. Grundafirði. (1987 – 1988). Sigurberg GK 222. Útg: Ásþór h.f. Sandgerði. (1989 – 1991). Sigurberg EA 322. Útg: Rækjuver h.f. Eyjólfur Þorkelsson. Bíldudal.(1991 – 1995). Manni á Stað GK 44. Útg: Stakkavík h.f. Grindavík. (1995 – 1996). Manni á Stað NK 44. Útg: Sólheim ehf. Neskaupstað. (1996 – 1997). Manni á Stað SU 44. Útg: Kross ehf. Stöðvarfirði. (1997 – 2002). Eiður EA 13. Höfn: Dalvík. Útg: Manni ehf. Akureyri. (2002 – 2005). Haffari EA 133. Útg: Haffari ehf. Akureyri. (2006 – 2011). Haffari EA 133. Útg: Sérferðir ehf. Reykjavík. (2011 – 2014). Haffari. Útg: Special Tours ehf. Reykjavík. (2014 – 2018).

Árið 2001 kaupir Manni ehf. bátinn og nefnir Eið EA 13 og er hann gerður út undir því nafni til ársins 2005 þegar stærri bátur var keyptur í hans stað.

1463. Eiður EA 13 ex Manni á Stað SU 44. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í stærri upplausn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s