Snæbjörg ÍS 43

1436. Snæbjörg ÍS 43 ex Snæbjörg BA 11. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Snæbjörg ÍS 43 var smíðuð í Sandgerði og afhent árið 1975 og hét upphaflega Hamraborg SH 222 frá Grundarfirði.

Hamraborg var smíðuð í Vélsmiðjunni Herði h/f fyrir Ásgeir Valdimarsson, sem var skipstjóri, og Víði Jóhannsson í Grundarfirði. Hún var 38 brl. að stærð með smíðanúmer 1 hjá stöðinni.

Í lok mars 1976 var Hamraborgin seld Herði h/f í Sandgerði og varð hún þá GK 35. Í september 1982 kaupir Ástvaldur Pétursson á Hólmavík bátinn sem fær nafnið Jón Pétur ST 21. Í apríl 1986 kaupir Magnús Gamalíesson h/f á Ólafsfirði bátinn sem fær nafnið Snæbjörg ÓF 4. 

Síðar átti báturin eftir að verða Snæbjörg BA 11, reyndar HF 277 í stuttan tíma, og því næst Snæbjörg ÍS 43 sem er það nafn og númer sem hún ber á þessum myndum. Þær tók ég sumarið 2003 en þá var báturinn á úthafsrækju úti fyrir Norðurlandi og landaði á Húsavík. Að lokum var hún Snæbjörg HU 43.

Næsta nafn á eftir Snæbjörgu var  Jakob Einar ST 43 og svo Jakob Einar SH 101, Byr SH 101, Byr ÍS 131 og loks það nafn sem báturinn ber í dag sem er Jón Hákon BA 61.

1436. Snæbjörg ÍS 43 ex Snæbjörg BA 11. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í stærri upplausn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s