Stefán Rögnvaldsson EA 345

616. Stefán Rögnvaldsson EA 345 ex Egil BA 468. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Stefán Rögnvaldsson EA 345 var  68 brl. að stærð og hét upphaflega Jón Guðmundsson KE 4, hann hét síðan, Ísleifur ÁR, Askur,ÁR, Guðbjörg ST, Laufey ÍS, Dagur SI og Egill BA. Stefán Rögnvaldsson hf. keypti hann frá Patreksfirði 1987.

Báturinn var smíðaður í Þýskalandi 1960 og kom til heimahafnar í Keflavík í byrjun aprílmánaðar 1960.

Í Morgunblaðinum 12. apríl 1960 mátti lesa eftirfarandi frétt: 

Nýr bátur kom í morgun til Keflavíkur, Jón Guðmundsson KE 4. Hann er smíðaður í Travemunde í Þýzkalandi eftir teikningu Tryggva Gunnarssonar frá Akureyri. Í bátnum er 400 ha. Mannheim dieselvél og öll nýjustu og beztu tæki til siglinga og fiskleitar. 
Skipið reyndist mjög vel á heimleið. Skipstjóri er Arnbjörn Ólafsson, sonur Ólafs Lárussonar eiganda bátsins, og verður hann einnig fiskiskipstjóri. Hann fer á netaveiðar á morgun. Þetta er 5 nýi báturinn, sem kemur til Keflavíkur á þessari vertíð.

Aftur að Stefáni Rögnvaldssyni EA 345 en útgerðarfélagið Stefán Rögnvaldsson ehf. var selt til Blönduóss í október 2007 og lauk þar með 20 ára útgerðarsögu bátsins á Dalvík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s