Keilir SI 145

1420. Keilir SI 145 ex Keilir GK 145. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2015.

Það er alveg gráupplagt að fyrsta mynd Jóns Steinars á þessari síðu sé af Keili SI 145 enda hefur síðuhaldari sérstakar taugar til þessa fallega báts.

Þarna er hann að koma til hafnar í Grindavík á vetrarvertíðinni 2015.

Keilir var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi árið 1975 fyrir Korra h/f á Húsavík og hét Kristbjörg ÞH 44. Seldur Höfða h/f á Húsavík 1992 og fékk báturinn nafnið Kristey ÞH 25.

1997 var Kristey ÞH 25 seld Jökli h/f á Raufarhöfn  þar sem hann fékk nafnið  Atlanúpur ÞH 270. 1998 var Atlanúpur seldur Árnesi h/f í Þorlákshöfn og fékk hann nafnið Keilir GK 145.

Árið 2000 kaupir Siglfirðingur h/f bátinn sem heldur Keilisnafninu en verður SI 145 .

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s