Grettir SH 104

182. Grettir SH 104 ex Ólafur Ingi KE 34. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Grettir SH 104 frá Stykkishólmi lætur hér úr höfn á Húsavík í nóvembermánuði árið 2004.

Grettir hét upphaflega Sigurður Jónsson SU 150 og var smíðaður í Noregi 1963 og kom til heimahafnar á Breiðdalsvík í nóvember það ár.

Grettir hét áður Ólafur Ingi KE 34 og var keyptur til Stykkishólms árið 1983.

Árið 1998 fór báturinn í endurbyggingu í Póllandi og lesa mátti um heimkomu hans þaðan í Verinu, sjávarútvegsblaði Morunblaðsins, þann 8 ágúst það ár:

Grettir SH 104 kom til heimahafnar í Stykkishólmi sunnudaginn 8. ágúst eftir gagngerar endurbætur í Póllandi. Eftir breytingarnar er um nýtt skip að ræða. 

Aðeins vél og spil eru frá gamla skipinu. Smíðaður var nýr skrokkur, stýrishús og gálgar. Skipið var stytt um 1,50 m metra og mælist 29 metra langt. Breidd skipsins var aukin og er Grettir nú 8,10 metra breiður. Öll aðstaða áhafnar er ný. Svefnrými er fyrir níu manns, borðsalur og setustofa og er öllu vel fyrir komið.

Grettir var byggður í Noregi árið 1963. Hann var keyptur til Stykkishólms árið 1983 þegar Sæfell ehf. festi kaup á bátnum. Hann var kominn til ára sinna og var því ráðist í endurbætumar. Leitað var tilboða í að endurbyggja skipið frá grunni. Langlægsta tilboðið kom frá Vélasölunni Nauta í Gdynia í Póllandi. Það var tæplega þrisvar sinnum lægra en það tilboð sem kom frá íslenskri skipasmíðastöð. Samningar voru undirritaðir í byrjun nóvember sl. Skipið sigldi síðan til Póllands 5. apríl.

Allt verkið tók alls 107 daga og það vekur athygli að verktími stóðst upp á dag en það er óvenjulegt í svona stóru verki. Heimssiglingin tók síðan sjö daga. Það var Verkfræðistofan Fengur í Hafnarfirði sem teiknaði skipið, bauð út verkið og hafði umsjón með verkinu.

Grettir SH 104 mælist nú 290 brúttótonn. Skipið er tilbúið til skelveiða og mun fljótlega hefja veiðar, því skelvertíð er að byrja í Stykkishólmi. Í áhöfn skipsins verða sjö menn og er skipstjóri Páll Guðmundsson.

Grettir var seldur til Patreksfjarðar vorið 2005 og fékk nafnið Vestri BA 63. Útgerð Vestri ehf.

Snemma á þessu ári kom nýr Vestri í flotann og leysti þennan af hólmi. Hann fékk þá nafnið Vestri II BA 630 og hefur legið við bryggju upp frá því.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s