Sigrún GK 380

1173. Sigrún GK 380 ex Sæþór KE 70. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sigrún GK 380 hét upphaflega Sæþór KE 70 og var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi.

Hann var smíðaður fyrir útgerðarfélagið Sænes hf. í Keflavík og var afhentur í júnímánuði árið 1971.

Báturinn var 49 brl. að stærð búinn 240 hestafla Kelvin aðalvél.

Hann var seldur Öxl. hf. í Grindavík árið 1982 og fékk nafnið Sigrún GK 380. Hann leysti af hólmi eldri bát með sama nafni sem lesa má um hér.

Árið 1982 var hann endurmældur og mældist þá 51 brl. að stærð. 1985 var sett í Sigrúnu 300 hestafla Caterpillar aðalvél.

Sigrún GK 380 var seld ca. 1992 til Ólafsvíkur þar sem hún fékk nafnið Egill SH 195.

Lesa má nánar um bátinn hér

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s