
Björn Jónsson ÞH 345 kemur hér að bryggju á Raufarhöfn vorið 2007, úr grásleppuróðri. Báturinn var gerður út af Útgerðarfélaginu Röðli ehf. á Raufarhöfn.
Báturinn var smíðaður fyrir Reyni Jóhannsson í Grindavík í Trefjum í Hafnarfirði árið 2000. Hann er af gerðinni Cleopatra 38 og hét upphaflega Árni á Teigi GK 1. Árið 2003 skráður eigandi Víkurberg ehf. í Grindavík.
Árið 2005 fékk báturinn nafnið Jói Berg GK 33, sami eigandi.
Árið 2006 keypti Einar Sigurðsson (Útgerðarfélagið Röðull) bátinn til Raufarhafnar og fékk hann í framhaldinu nafnið Björn Jónsson ÞH 345.
Snemma árs 2014 höfðu Útgerðarfélagið Röðull ehf. og Æður ehf. á Hólmavík bátaskipti og fékk báturinn nafnið Hilmir ST 1 sem hann ber enn þann dag í dag.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution