Anna ÓF 83

2320. Anna ÓF 83 ex Már ÍS 125. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Anna ÓF 83 sem hér sést koma til hafnar á Siglufirði í byrjun vikunnar hét upphaflega Blossi ÍS 125 og var frá Flateyri. Eigandi Hlunnar ehf. þar í bæ.

Báturinn er af Gáskagerð og samkvæmt vef Árna Björns Árnasonar, aba.is, einn þriggja slíkra sem steyptir voru í Kanada og rötuð á Íslenska skipaskrá. Þ.e.a.s skrokkarnir voru smíðaðir í Nova Scotia og bátarnir, fullkláraðir í Hafnarfirði. Skipasmiður Reginn Grímsson.

Báturinn var á Flateyri allt til ársins 2019 en árið 2014 fékk hann nafnið Már ÍS 125 þegar útgerðin fékk nýjan Blossa ÍS 225.

Það var svo síðasta haust að EMO ehf. á Ólafsfirði keypti bátinn og hann fékk nafnið Anna ÓF 83. Hann hefur verið gerður út til strandveiða í sumar og var á grásleppu í vor.

Áður gerði EMO ehf. út Sómabátinn Önnu ÓF 83 sem nú er Anna EA 83 í eigu Lúðvíks Trausta Gunnlaugssonar á Akureyri.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s