
Guðmundur Þór SU 121 hét upphaflega Óskin ÁR 50 og var smíðaður í Bátalóni í Hafnarfirði árið 1971.
Árið 1973 hét báturinn orðið Árni GK 450 með heimahöfn í Sandgerði. Ekki stoppaði hann lengi á Suðurnesjunum því ári síðar var hann keyptur til Húsavíkur þar sem hann fékk nafnið Eiríkur ÞH 303.
Árið 1976 var hann aftur kominn suður í Sandgerði og hét Eiríkur GK-30 en frá árinu 1979 var hann Eiríkur RE 43. 1980 fékk hann nafnið Gammur RE-43
Til Dalvíkur kom báturinn 1982 og varð Gammur EA 177 en árið 1984 hét hann orðið Guðmundur Þór SU 121 með heimahöfn á Eskifirði. Eigandi Gylfi Þór Eiðsson.
Því nafni hélt báturinn þar til hann var dæmdur ónýtur og tekinn af skipaskrá vorið 1995.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
