
Hrönn EA 258 er hér í slipp á Húsavík um árið enn hún átti eftir að koma oft upp í hann síðar meir.
Báturinn, sem er 19 brl. að stærð, var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri árið 1963 og hét upphaflega Auðunn EA 157 með heimahöfn í Hrísey.
Heitir Knörrinn í dag og er í eigu Norðursiglingar á Húsavík.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Ég held að sá mæti maður Kristinn Jakopsson hafi átt Auðunn í upphafi,hann var stýrimaður hjá okkur á Ólafi Magnússyni einn eða tvo túra fyrir ca 45 árum mikill öðlingur.
Líkar viðLíkar við