
Línuskipið Hörður Björnsson ÞH 260 lét úr höfn á Húsavík í dag eftir að hafa landað og beðið af sér bræluna.
Það er GPG Seafood ehf. sem gerir skipið út en það er með heimahöfn á Raufarhöfn.
Upphaflega hét skipið Þórður Jónasson, fyrst RE 350 en lengst af EA 350. Smíðaður í Noregi 1964.
GPG Seafood ehf. keypti hann frá Stykkishólmi árið 2015 en þar hét hann Gullhólmi SH 201.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution