Baffin Bay brann og sökk í Vigo

IMO 8822416. Baffin Bay M1033. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Eldur kom upp í skuttogaranum Baffin Bay í gær þar sem hann lá í höfn í Vigo á Spáni.

Hér má lesa frétt um atburðinn en togarinn sökk að lokum í höfninni.

Og hér er önnur frétt um þetta.

Meðfylgjandi mynd tók ég í Chapela við Vigoflóa sumarið 2019.

Baffin Bay var smíðaður árið 1995 (1993 segja sumar skrár) og siglir undir bresku flaggi með heimahöfn í Milford Haven sem er bær í Pembrokeshire, Wales.

Togarinn er 1,871 GT að stærð, 68 metra langur og 13 metra breiður. Hann veiðir í Suðurhöfum og kom til Vigo 19. nóvember sl. eftir mánaðarsiglingu frá Montevideo í Urugay.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s