
Máni HF 149 var upphaflega SU 38 og smíðaður í Bátalóni árið 1971 fyrir þá Stefán Aðalsteinsson og Gunnlaug Reimarsson á Djúpavogi.
Báturinn hét Máni alla tíð en hann var tekinn af skipaskrá árið 2008. Þegar myndin var tekin var hann í eigu Útvíkur hf. í Hafnarfirði.
Hann bar einkennisstafina SU 38, ÍS 28, BA 14, VS 3, ÍS 54, HF 149. ÍS 97 og ÍS 59. Heimahafnirnar voru Djúpivogur, Ísafjörður, Bíldudalur, Vík, Þingeyri, Hafnarfjörður, Flateyri og Bolungarvík.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution