
Þessar myndir af Víkingi AK 100 koma til hafnar í Reykjavík voru teknar um miðjan níunda áratug síðustu aldar, að haustlagi ef minni ljósmyndarans er rétt.
Um Víking AK 100 er það að segja að hann hét alla tíð Víkingur AK 100 og þjónaði eigendum sínum í yfir hálfa öld
Byggður í Þýskalandi 1960 sem síðutogari fyrir Síldar- og fiskimjölverksmiðju Akraness. Yfirbyggður og breytt í nótaskip árið 1977.
Sett var ný brú á Víking sumarið 1989 og var það Slippstöðin á Akureyri sem sá um verkið.
Sögu Víkings AK 100 má lesa í grein Haraldar Bjarnasonar í Skessuhorni
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution