
Í dag komu til löndunar á Húsavík fjórir dragnótabátar sem voru að veiðum á Skjálfanda og þar af var einn rauður að lit. Heimabáturinn Haförn ÞH 26.
Hinir þrír eru bláir að lit en enginn þó alveg í sama lit. Þetta voru Bárður SH 81 frá Ólafsvík, Geir ÞH 150 frá Þórshöfn og Hafborg EA 152 úr Grímsey. Alls lönduðu bátarnir tæplega 60 tonnum sem fóru á fiskmarkað.
Bárður SH 81. Geir ÞH 150. Hafborg EA 152.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution