Geir ÞH 150 frá Þórshöfn

2408. Geir ÞH 150. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Geir ÞH 150 var smíðaður fyrir Geir ehf. á Þórshöfn í Ósey í Hafnarfirði árið 2000 og kom fyrsta skipti til heimahafnar í septembermánuði þar ár.

Í Morgunblaðinu þann 21. september árið 2000 mátti lesa eftirfarandi frétt frá fréttaritara blaðsins á Þórshöfn:

Nýr bátur bættist í flotann á Þórshöfn þegar Geir ÞH-150 kom til heimahafnar á laugardaginn. Þetta er 117 tonna stálbátur, smíðaður í Ósey í Hafnarfirði og tók smíðin skamman tíma eða tæpt ár. Báturinn er glæsilegur og vinnuaðstaða og aðbúnaður starfsmanna frábær.

Að sögn Jónasar Jóhannssonar útgerðarmanns er þessi nýi bátur sá fimmti í röðinni sem ber Geirsnafnið. Geirsútgerðin er gamalgróin hér á Þórshöfn en fyrsti báturinn kom nýr til Þórshafnar fyrir 40 árum; var smíðaður í Hafnarfirði árið 1960.

Jóhann heitinn Jónasson, faðir Jónasar, var stofnandi Geirsútgerðarinnar og hefur hún verið happasæl og slysalaus frá upphafi en bátarnir hafa ávallt borið Geirsnafnið.

Íbúum byggðarlagsins var boðið að skoða bátinn og þiggja veitingar á sunnudag og var fjölmenni um borð. Séra Sveinbjörn Bjarnason blessaði bátinn og óskaði eigendum gæfu og gengis með útgerðina.

Eigendur meðtóku blómakörfur, góðar gjafir og óskir um að útgerð Geirs verði áfram farsæl sem fyrr.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag þegar Geir ÞH 150 kom til löndunar á Húsavík.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s