
Stein Magne Hoff útgerðarmaður frá Ålesund í Noregi fékk nú á dögunum afhentan nýjan bát frá Bátasmiðjunni Trefjum ehf. í Hafnarfirði.
Báturinn, sem er af gerðinnni Cleopatra 42, fékk nafnið M/S Tare og er Stein Magne skipstjóri á bátnum en tveir verða í áhöfn. Báturinn er kominn til Noregs.
Báturinn er 12.5 metrar á lengd og mælist 18 brúttótonn og eru aðalvélar hans tvær af gerðinni Yanmar 6LYA2-STP, 440hk/ 3300omr tengdar ZF 286IV gírum.
Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno og Olex. Lífbátur og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking. Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúf sem tengdar er sjálfstýringu bátsins.
M/S Tare er útbúinn til línuveiða en hann verður einnig notaður til sjótangveiði og kennslu í Sjómannaskóla.
Rými er fyrir 19 stk. 380 lítra kör í lest. Stór borðsalur og fullbúin eldunaraðstaða er í brúnni. Svefnpláss er fyri þrjá í lúkar. Salerni með sturtu er í bátnum.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.