
Hér má sjá hvalaskoðunarbátinn Snorra EA 317 frá Dalvík á leið upp í slippinn á Húsavík sumarið 2009.
Norðursigling hafði hann þá á leigu en í dag heitir báturinn Lundi RE 20.
Báturinn var smíðaður 1964 í skipasmíðastöð KEA fyrir Hríseyinga og hét þá Farsæll II EA 130. Þeir voru tveir smíðaðir eftir þessari teikningu og sjósettir um leið. Venus EA 16 og Farsæll II og voru með smíðanúmer 99 og 100 hjá Skipasmíðastöð KEA.
Gjarnan kallaðir tvílembingarnir en sögu þessara báta má lesa á síðu Árna Björns Árnasonar, aba.is
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution