Jói á Nesi SH 159

472. Jói á Nesi SH 159 ex Stefán Kristjánsson SH 184. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Jói á Nesi SH 159 var smíðaður árið 1946 í Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar hf. og hét upphaflega Guðbjörg GK 6.

Guðbjörg GK 6 var 58 brl. að stærð og smíðuð fyrir Hlutafélagið Björg í Hafnarfirði. Að því félagi stóðu Bæjarútgerð Hafnafjarðar, Bátafélag Hafnafjarðar, Hafnafjarðarbær og nokkrir einstaklingar.

Bátafélag Hafnarfjarðar eignaðist bátinn 1961 en 1973 er hann seldur Brúnum h/f í Ólafsvík og fær nafnið Stefán Kristjánsson SH 183.

Seint á árinu 1978 kaupa Pétur F. Karlsson, Sigurður P. Jónsson og Finnur Pétursson í Ólafsvík bátinn sem fær nafnið Jói á Nesi SH 159.

Þegar nýr Jói á Nesi SH 159 kom frá Póllandi 1988 var sá gamli seldur til Tálknafjarðar þar sem hann fékk nafnið Rán BA 57.

Rán BA 57 var keypt til Grenivíkur árið 1990 og í framhaldinu kaupur Flóki hf. á Húsavík bátinn sem 1991 fær nafnið Guðrún Björg ÞH60. Húsavík.  Guðrún Björg var ÞH 59 um tíma eftir að ný Guðrún Björg ÞH 60 leysti hana af hólmi en frá árinu 1995 hét hann Haftindur HF 123.

Árið 2003 fékk hann nafnið Kofri ÍS 41 og frá árinu 2004 hét hann Gæskur RE og var skráður sem skemmtibátur. Gæskur var tekinn af skipaskrá í lok árs 2010 en sumarið áður hafði hann sokkið í Reykjavíkurhöfn.

Heimildir: Íslensk skip, aba.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s