
Nýi Áskell ÞH 48 kom til hafnar í Grindavík á sjöunda tímanum í kvöld og tók Guðmundur St. Valdimarsson þessa mynd af skipinu.
Fyrr í haust kom Vörður ÞH 44 til landsins frá Noregi en Vörður og Áskell eru í hópi sjö systurskipa sem norsk skipasmíðastöðin VARD smíðar fyrir íslenskar útgerðir. Gjögur hf. fékk þessi tvö en einnig eru komnar til landsins Vestmannaey VE 54 og Bergey VE 144.
Efti eiga að koma Harðbakur EA 3, Steinunn SF 10 og Þinganes SF 25.
Skipin eru 28,95 metrar á lengd og 12 metrar á breidd. Í skipunum eru tvær aðalvélar með tveimur skrúfum. Ný kynslóð rafmagnsspila eru í skipunum frá Seaonics.
Í skipunum eru íbúðir fyrir 13 manna áhöfn og taka þau um 80 tonn af fiski í lest eða um 244 kör, 460 lítra.
Ef vel er að gáð má sjá dróna fyrir ofan skipið framanvert en þar var á ferð dróni Jóns Steinars Sæmundssonar. Það verður gaman að sjá þær myndir.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution