
Sæljós ÁR 11 kemur hér að landi í Þorlákshöfn á vetrarvertíð, man ekki hvaða ár.
Sæljós ÁR 11 hét upphaflega Grundfirðingur II SH 124 og var smíðaður árið 1956 í Nyköbing Mors í Danmörku árið 1956. Hann var 54 brl. að stærð og smíðaður fyrir Soffanías Cecilsson skipstjóra og útgerðarmann í Grafarnesi í Grundarfirði.
Báturinn var í Grundarfirð í ríflega 30 ár en 1989 var hann seldur til Patreksfjarðar þar sem hann fékk nafnið Brimnes BA 800. Bjarg hf. hét útgerðin og seldi hún Látrarröst hf. á Patreksfirði bátinn haustið 1992 og fékk hann þá nafnið Látraröst BA 590.
Nesbrú hf. í Reykjavík keypti bátinn snemma árs 1994 og gaf honum nafnið Sverrir Bjarnfinns ÁR 110. Báturinnn sem gerður var út frá Þorlákshöfn en í ársbyrjun 1997 var skipt um nafn á bátnum sem fékk þá það nafn sem hann ber á myndinni, Sæljós ÁR 11.
Báturinn fór í núllflokk hjá Fiskistofu árið 2005 en var tekinn af skipaskrá árið 2014, talinn ónýtur.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.